Velkomin í íþróttamiðstöðvar Fjarðabyggðar og skíðasvæði Austurlands!,
hér getur þú keypt þér aðgang hjá okkur!

Kauptu miða

Skíðasvæði Austurlands

Kauptu lyftumiða á einfaldan og þægilegan hátt fyrir bæði Oddsskarð og Stafdal!


Þú getur keypt lyftumiða á tvenna vegu:
1. Fylltu á harða kortið þitt sem þú átt nú þegar í gegnum sameiginlega vefsöluna á www.fjardabyggd.is. Með því geturðu farið beint á skíði á bæði Oddsskarði og Stafdal!
2. Ef þú átt ekki harða kortið frá Skidata, geturðu keypt það ásamt lyftumiðanum á skíðasvæðunum sjálfum eða í eftirfarandi íþróttamannvirkjum: Norðfirði, Eskifirði, Egilsstöðum og Seyðisfirði.


Virkjun og notkun korta:
• Allir lyftumiðar keyptir á netinu virkjast við fyrsta skipti sem þú kemur í aðgangshlið við lyfturnar.
• Kortin gilda fyrir bæði skíðasvæðin í Oddsskarði og Stafdal, sem gefur þér frelsi til að njóta fjölbreyttrar skíðaiðkunar á Austurlandi.
• Hvert kort er persónulegt og tileinkað einni manneskju. Það er ekki heimilt að samnýta kort, t.d. getur vetrarkort ekki verið notað af fleiri en einum einstaklingi, og dagskort barns/ungmennis má ekki lána foreldri eða öðrum aðilum.
• Starfsmenn skíðasvæðanna fylgjast reglulega með notkun korta á svæðinu. Misnotkun á kortum leiðir til tafarlausrar lokunar þeirra.


Skilmálar um kaup á kortum:
• Kaup á kortum eru á ábyrgð kaupanda.
• Ekki er veitt endurgreiðsla eða afsláttur vegna hugsanlegra lokana, hvort sem þær stafa af veðri eða snjóleysi.

Ertu að leita að einhverju sérstöku? Notaðu síurnar til að þrengja valmöguleikana.

The filter produced no results. Please try a different combination.